Hilma - hönnun og handverk

Rós 30C

2.590 kr

Dásamlegt prjónaband úr 70% ólitaðri íslenskri ull og 30% rósatrefjum. Rósatrefjarnar eru unnar úr rósarunnum, þær eru skjannahvítar og glansandi. Bandið er ólitað svo glans rósatrefjanna skín í gegn.

Þá er ullin meðhöndluð þannig hjá Gilhaga að það er töluvert af ullarfitu í henni eftir þvottinn, hún smyr hendur þínar við prjónaskapinn og húðina þegar flíkin er notuð.

Bandið er tvíband og það eru 90 m í 50 grömmum.

Bandið er ólitað, það eru 4 þvottekta sauðalitir í boði: hvítur, grár, mórauður og svartur.

Gott er að nota prjóna númer 4-5,5 mm

Prjónfesta á prjóna nr. 4 er 20 lykkjur og 26 umferðir á 10 cm.

Mælt er með handþvotti og  láréttri þurrkun.

Recently viewed