Um Hilma.is
Hilma Eiðsdóttir Bakken er prjónakona með meistaragráðu í líftækni.
"Ég hef prjónað frá því ég man eftir mér, lærði það sennilega hjá Diddu ömmu. Ég hannaði fyrstu flíkina þegar ég var 16 ára, kjóll á mig. Þegar ég var í líftækninámi við Háskólann á Akureyri leyfði ég mér að fara á ýmis handverksnámskeið. Vann við frumurannsóknir til 2016 þegar lífið tók U-beygju, ákvað að fylgja hjartanu og fá mér loksins vinnustofu. Hugsaði að kannski gæti ég lifað á þessu og fór því á Brautargengi haustið 2016 til að gera viðskiptaáætlun og reikna dæmið til enda. Tók svo skrefið til fulls og stofnaði Hilma - hönnun og handverk - ehf. 7.júní 2017."
"Hvort sem ég næ að lifa á handverki eða ekki, veit ég að ég vil ekki lifa án þess."
Um HHH
Hilma - hönnun og handverk - ehf. stofnað 7.júní 2017. Markmið fyrirtækisins er að gera hátískuvörur úr íslenskri ull. Vörur HHH eru gerðar úr vélprjóni og gimbi (e. Hair pin lace crochet).
Fékk styrk frá Vinnumálastofnun til þróunar eigin viðskiptahugmyndar í byrjun árs 2017, frá SSNV í maí 2017 og styrk til Atvinnumála kvenna 2018 og 2019
Tók þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili 2017, var með bás ásamt tveimur vinkonum mínum. 2018 var Hilma - hönnun og handverk með eigin bás. 2019 var garnið MarEik 25A, MarEik 40B og Rós 30C frumsýnt.
Hilma hélt erindi á ráðstefnu skapandi fólks á norðurlandi vestra í apríl 2018 Hérna! Núna! og Atvinnulífssýningu Skagafjarðar maí 2018 ásamt því að vera með tískusýningu og vörubás.