Hilma - hönnun og handverk

MarEik 40B

2.590 kr

Lífvirkt garn

Dásamlegt prjónaband úr 60% ólitaðri íslenskri ull og 40% SeaCell TM trefjum. SeaCell TM eru cellulósa trefjar unnar úr trjám, frá sjálfbæru skógarhöggi, með þangi úr Breiðafirði. Með þanginu kemur lífvirkni, t.d. andoxun og bakteríuhamlandi virkni.

Andoxun er góð fyrir húðina og bakteríuhamlandi virknin vinnur gegn svitalykt og sýkingum.

Þá er ullin meðhöndluð þannig hjá Gilhaga að það er töluvert af ullarfitu í henni eftir þvottinn, hún smyr hendur þínar við prjónaskapinn og húðina þegar flíkin er notuð.

Bandið er tvíband, spunnið með sokkaprjón í huga, extra sterkt og það eru 100 m í 50 grömmum.

Bandið er ólitað, það eru 4 þvottekta sauðalitir í boði: hvítur, grár, mórauður og svartur, SeaCell TM trefjarnar eru rjómalitar og hafa áhrif á lokaútlit bandsins, dekkri litir hafa tweed áferð.

Gott er að nota prjóna númer 3-4 mm

Prjónfesta á prjóna nr. 3,5 er 22 lykkjur og 30 umferðir á 10 cm.

Mælt er með handþvotti og láréttri þurrkun.

Recently viewed